149. löggjafarþing — 126. fundur,  20. júní 2019.

fiskeldi.

647. mál
[00:38]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Svo maður tali líka um að það sem er gott er þetta eitt af því góða sem er unnið að í þessu máli. Eins og það kom frá ráðherra var maður bara mjög hissa á að það hefði komist í gegnum ríkisstjórnina, en klárlega í vinnslu nefndarinnar og þá að sjálfsögðu undir forsvari, eins og ég hef nefnt hérna áður, Kolbeins Óttarssonar Proppés, sem virkilega hefur staðið í lappirnar, svo ég segi nú það, í þessu máli og fengið gríðarlega mikið af atriðum varðandi umhverfisvernd inn í þetta mál — ég hef sagt það í ræðustól áður og ég segi það aftur núna þannig að það er ekki við hv. þm. Kolbein Óttarsson Proppé að sakast þegar kemur að þessu máli. Ég vildi hafa sagt það hérna aftur.