149. löggjafarþing — 126. fundur,  20. júní 2019.

póstþjónusta.

270. mál
[00:47]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við greiðum atkvæði um breytingar á pósttilskipun Evrópusambandsins, þá þriðju í röðinni, svokallaðan þriðja póstpakka. Meginefnið er afnám einkaréttar ríkis á póstmarkaði og opnun markaðar. Þetta er markmið sem ég og félagar mínir í Viðreisn styðjum en það er tvennt sem ég vil segja um málið. Það er verulega gagnrýnivert að ekki hafi verið litið til skýrslu Ríkisendurskoðunar um rekstur Íslandspósts samhliða þessari vinnu sem er algjörlega samofin þessu máli í ljósi áhrifa á samkeppnisstöðu á þessum markaði sem ætlunin er að opna og frelsa.

Því til viðbótar er að mínu mati og okkar í Viðreisn og þess minni hluta sem stendur að breytingartillögum ekki gengið nægilega langt til að tryggja þetta frelsi og þessa opnun. Góðu fréttirnar eru að úr því er hægt að bæta með því að þingheimur samþykki þær breytingartillögur sem hér verða kynntar.