149. löggjafarþing — 126. fundur,  20. júní 2019.

póstþjónusta.

270. mál
[00:49]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hér er um að ræða heildarlög um póstþjónustu sem að hluta til fjalla um innleiðingu tilskipunar frá 2008. Lögunum er ætlað að taka gildi þann 1. janúar 2020 og því er engin sú staða uppi að það sé brýn þörf á að afgreiða þau nú þegar. Þess vegna kom það okkur í minni hlutanum stórkostlega á óvart að ekki væri hægt að bíða með afgreiðslu þessa máls svo hv. umhverfis- og samgöngunefnd gæti kynnt sér niðurstöðu nýframkominnar skýrslu Ríkisendurskoðunar um stöðu Íslandspósts, um alþjónustubyrði, um afnám einkaréttar og hver eigi að sinna þeirri þjónustu.

Það er því miður ekki hægt að kvitta upp á þessi vinnubrögð ríkisstjórnarinnar, stjórnarþingmanna og hins nýja meiri hluta umhverfis- og samgöngunefndar og því mun Samfylkingin sitja hjá við afgreiðslu þessa máls.