149. löggjafarþing — 126. fundur,  20. júní 2019.

póstþjónusta.

270. mál
[00:55]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V):

Herra forseti. Í anda þeirrar sýnar að markaðs- og samkeppnisleiðir séu alltaf reyndar til þrautar við að koma á alþjónustu á þessum markaði leggur minni hlutinn til breytingu, leggur til að heimildir til útnefningar verði felldar út úr frumvarpinu og í staðinn kveðið nánar á um útboð sem kost í vali á veitanda alþjónustu. Um slíkt útboð þyrfti ráðherra að setja í reglugerð frekari fyrirmæli, um undirbúning, skilmála og þess háttar sem kemur fram annarri breytingartillögu en þetta teljum við í minni hlutanum vera best til þess fallið að fylgja anda þessara laga, þessarar opnunar markaðar. Það er hægt að fara þá leið að gefa aðilum í útboði stig, ekki taka eingöngu tillit til verðs heldur t.d. meta nýjungar á sviði póstdreifingar sem helst gögnuðust dreifðum og fámennari byggðum. Síðan væri það gert á kostnað ríkisins ef slíku hagkvæmasta tilboði yrði tekið en ekki einfaldlega því lægsta samkvæmt verði. Þetta er hin rétta leið (Forseti hringir.) ef menn virkilega ætla sér að fara þá leið að opna þennan markað sem lotið hefur ríkiseinokun svo allt of lengi og tryggja að hér ríki samkeppni, öllum til hagsbóta.

Ég hvet þingheim til að samþykkja þessa tillögu.