149. löggjafarþing — 126. fundur,  20. júní 2019.

póstþjónusta.

270. mál
[01:03]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V):

Herra forseti. Ég kem upp rétt í blálokin til að gera úrslitatilraun til að fá ágæta félaga mína í þingsal til að fagna svolítið frelsinu og opnun markaðar, ekki bara í orði og ekki bara eins lítið og hægt er að komast af með. Þessi breytingartillaga lýtur að því að það er mikilvægt, til að tryggja sem sterkasta samkeppni og jafnvægi á markaðnum, að kostnaður Íslandspósts af rekstri alþjónustu annars vegar og samkeppnisrekstri hins vegar sé ljós og opinber, að gegnsæi ríki. Við leggjum því til að í nýju ákvæði til bráðabirgða verði bætt við frumvarpið og kveðið þar á um að upplýsingar um kostnað Íslandspósts við framkvæmd alþjónustu verði teknar saman og gerðar opinberar og aðgengilegar almenningi. Og þrátt fyrir ákvæði 42. gr. sem nú hefur verið samþykkt um gildistöku laganna skuli ráðherrar þegar í stað hefja þá vinnu.

Eru menn ekki sammála um að þetta sé a.m.k. eftirsóknarvert?