149. löggjafarþing — 126. fundur,  20. júní 2019.

mannanöfn.

9. mál
[01:17]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Einstaklingi á að vera heimilt að gera allt sem hann vill svo fremi sem það skerðir ekki eða hefur ekki neikvæð áhrif á þriðja aðila.

Vegna orða hæstv. forsætisráðherra rétt áðan langar mig að tala beint til hennar og segja: Þú þarft ekki að óttast, hæstv. forsætisráðherra þarf ekki að óttast vegna þess að meira frelsi fyrir mig í þessu máli skerðir ekki frelsi þitt. Það þarf ekkert að óttast hér. Hér er ekki um að ræða óafturkræf náttúruspjöll, óafturkræft eignarhald eða neitt slíkt. Þetta snýst um val einstaklingsins.

Eins og kom fram áðan greiddum við í gær atkvæði um kynrænt sjálfræði. (Forseti hringir.) Hvers vegna ekki þetta?