149. löggjafarþing — 127. fundur,  20. júní 2019.

menntun, hæfni og ráðning kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.

801. mál
[01:35]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Þetta frumvarp er til þess að bæta menntakerfið okkar og það mun leiða til þess að það verður aukinn sveigjanleiki, aukin starfsþróun, aukið starfsöryggi og við munum sjá fjölgun í kennarastéttinni. Ég fagna þeim breytingartillögum sem hafa verið lagðar fram. Ég held að þær séu til að bæta þetta mál. Ég vil einnig þakka hv. allsherjar- og menntamálanefnd fyrir alla þá vinnu sem hún hefur lagt á sig og þær breytingar sem hafa verið gerðar á málinu.