149. löggjafarþing — 127. fundur,  20. júní 2019.

menntun, hæfni og ráðning kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.

801. mál
[01:36]
Horfa

Þorgerður K. Gunnarsdóttir (V):

Herra forseti. Það er margt mjög gott í þessu frumvarpi ráðherra og það hefur líka batnað mikið í meðförum nefndarinnar. Undirtónninn er gríðarlega mikilvægur. Það er verið að auka starfsöryggi og efla starfsumhverfi og sveigjanleika í kennaraumhverfinu. En eftir stendur að það þarf að vinna málið betur. Ég tel að það hafi komið ákveðnar vísbendingar um að hægt sé að ná aukinni samstöðu. Ég tel vont að fara með þetta mikilvæga mál í gegnum þingið í nokkuð miklum ágreiningi, eins og sést í rauninni á töflunni. Ég tel að það hefði verið farsælla að fara með málið aftur inn í ráðuneytið og vinna það betur. Þetta mál verður alltaf afgreitt en það er þess virði að reyna á samstöðu við kennarasamfélagið og alla þá hagaðila sem tengjast því að byggja upp okkar annars ágæta menntakerfi.

Þess vegna sit ég hjá í þessu máli.