149. löggjafarþing — 127. fundur,  20. júní 2019.

menntun, hæfni og ráðning kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.

801. mál
[01:37]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf):

Virðulegi forseti. Hér er um að ræða gott mál sem vonandi verður til þess að auka sveigjanleika og bæta starfsöryggi kennara — en það er, eins og fram hefur komið, umdeilt. Það hefði verið til mikils vinnandi að ná meiri sátt um það. Við í Samfylkingunni teljum að það hafi ekki enn þá verið reynt til þrautar. Spurningin er sú hvort við setjum lög og leitum svo sátta eða hvort við leitum sátta og setjum svo lög.

Við í Samfylkingunni teljum að við eigum að leita sátta og setja svo lög og þess vegna sitjum við hjá.