149. löggjafarþing — 127. fundur,  20. júní 2019.

póstþjónusta.

270. mál
[01:39]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V):

Ég var tiltölulega bjartsýn, þrátt fyrir allt, þegar við hófum þessa umræðu í kvöld og trúði því að a.m.k. þær tillögur minni hlutans sem lutu að því að gera langþráð mál — ágætt mál — gott, sem lutu að því að auka líkurnar á að við næðum markmiðum okkar. Það hvernig meðhöndlun meiri hlutans var á þeim tillögum og endanleg niðurstaða, umræður og annað, gerir einfaldlega að verkum að ég get því miður ekki greitt þessu frumvarpi atkvæði mitt. Það hefði svo auðveldlega getað orðið svo miklu betra og hefði svo auðveldlega getað skipt verulegum sköpum.

Ég verð því miður að sitja hjá í þessu máli.