149. löggjafarþing — 129. fundur,  20. júní 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[19:58]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Þetta snýst um að forgangsraða fjármunum í þágu okkar minnstu bræðra og systra. Flokkur fólksins vill virkilega styrkja stöðu öryrkja, fólks sem er með 212.000 kr. í framfærslu á mánuði. Við viljum afnema krónu á móti krónu skerðingar. Við viljum gera ýmislegt til að forgangsraða í þágu þessa viðkvæma þjóðfélagshóps. Þess vegna skora ég á ykkur öll að sýna hvar við stöndum gagnvart þessum hópi.