149. löggjafarþing — 130. fundur,  28. ág. 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[11:25]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin, en þau voru mjög rýr. Svörin sem hann var með hljóta að gilda um gas líka. Ég sé ekki að gas sé neitt auðveldari vara en rafmagn, hún er að mörgu leyti flóknari. Við notum gas hér á landi í svipuðum tilgangi og rafmagn. Og hvers vegna er þá ósköp auðvelt að setja undanþágu á gas en það er ekki hægt að setja undanþágu á rafmagn? Þetta er óskiljanlegt fyrirbæri. Og ég spyr: Hvers vegna í ósköpunum er þetta svona? Hvers vegna var þetta gert svona? Hver var tilgangurinn? Voru það kannski Evrópusinnar sem vildu komast inn í Evrópusambandið, var tilgangurinn að koma okkur þangað inn, sem væri alveg skelfilegt?