149. löggjafarþing — 130. fundur,  28. ág. 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[12:23]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Hér gerir hv. þingmaður sig sekan um nákvæmlega það sama og hann var að tala um áðan, að beita blekkingum. Raforkuverð til húshitunar hefur hækkað um allt land út af orkupakka eitt og tvö. Þetta er staðreynd, hv. þingmaður. (Gripið fram í: Rangt.) Þetta er staðreynd.

Hv. þingmaður segir að við hlítum ekki erlendum orkulögum. Við gerum það víst. Við innleiddum orkupakka eitt og tvö. Við skiptum orkufyrirtækjunum upp sem hafði kostnað í för með sér fyrir neytendur. Hlítum við þá ekki erlendri löggjöf? Við erum víst að því. Hv. þingmaður er hér staðinn að því að beita blekkingum sem hann sakar Miðflokkinn um að beita. Það væri gott að fá svar við því frá hv. þingmanni hér og nú: Hvers vegna var Vinstrihreyfingin – grænt framboð á móti orkupakka eitt og tvö en styður orkupakka þrjú?