149. löggjafarþing — 130. fundur,  28. ág. 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[12:25]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Ara Trausta Guðmundssyni fyrir ræðuna. Ég ætla að snúa röð hlutanna við í ljósi fyrra andsvars sem hv. þingmaður fékk hér á undan. Ég er þeirrar skoðunar að fyrir almenning í landinu og fyrirtæki skipti engu máli hvernig verð á raforkunni annars vegar og flutningskostnaði hins vegar þróast. Það er heildarkostnaðurinn sem skiptir máli.

Því langar mig að spyrja hv. þingmann: Ef fyrir lægi samkvæmt greiningum að verð hækkaði til heimila og fyrirtækja, fyrir utan stóriðju, það er samningsbundið, vegna innleiðingar þriðja orkupakkans, hefði það eitt og sér áhrif á afstöðu þingmannsins til málsins?