149. löggjafarþing — 130. fundur,  28. ág. 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[15:33]
Horfa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Vg) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. En ég hef ekki enn skilið nákvæmlega hvers vegna í ósköpunum við ættum að fá á okkur skaðabótamál vegna einhvers sem við erum ekki skyldug til að gera. Af hverju ætti einhver að geta farið í skaðabótamál við íslenska ríkið vegna þess sem íslenska ríkið er ekki skyldugt til að gera, eins og t.d. að leggja sæstreng? Af hverju og á hverju ætti það skaðabótamál að vera byggt? Á hverju, hv. þingmaður?