149. löggjafarþing — 131. fundur,  29. ág. 2019.

tilkynning.

[10:32]
Horfa

Forseti (Guðjón S. Brjánsson):

Forseta hafa borist tilnefningar frá öllum þingflokkum til setu í samstarfsnefnd um heildarendurskoðun lögræðislaga, nr. 71/1997, samkvæmt þingsályktun nr. 41/149, sem var samþykkt á Alþingi 19. júní 2019. Nefndina skipa Bryndís Haraldsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Karl Gauti Hjaltason, Þórarinn Ingi Pétursson, Guðmundur Andri Thorsson, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Hanna Katrín Friðriksson og Inga Sæland.

Forseti fer þess á leit við þann þingmann sem efstur var tilnefndur að kalla nefndina saman til fyrsta fundar.