149. löggjafarþing — 131. fundur,  29. ág. 2019.

raforkulög og Orkustofnun.

782. mál
[10:34]
Horfa

Forseti (Guðjón S. Brjánsson):

Samkomulag er milli forseta og formanna þingflokka um fyrirkomulag umræðunnar í dag. Í upphafi verður mælt fyrir nefndarálitum í öllum málunum samkvæmt venjulegum ræðutímareglum og andsvör leyfð. Eftir það verða umræður um öll málin saman þar sem venjulegar ræðutímareglur munu gilda. Ef þörf krefur er gert ráð fyrir að forseti hitti formenn þingflokka seinni partinn til að tryggja að umræðunni verði lokið fyrir kl. 20 í kvöld.