149. löggjafarþing — 131. fundur,  29. ág. 2019.

raforkulög og Orkustofnun.

782. mál
[11:00]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg) (andsvar):

Forseti. Ég nenni ekki svona ómerkilegum popúlískum mælskubragðaleik eins og að ég hafi á einhvern hátt verið að banna hv. þingmanni að gera eitthvað. Hann verður að þola það eins og maður að aðrir hafi skoðun á því sem hann gerir.

Hv. þingmaður vék sér fimlega undan spurningu minni. Telur hv. þingmaður að 0,18 aura hækkun á hverja kílóvattstund sé of mikil hækkun? Telur hv. þingmaður að það eigi að vera tap á raforkueftirliti Orkustofnunar? Telur hv. þingmaður að greiða eigi það tap úr ríkissjóði eða er í lagi að hækka þetta og hver á þá hækkunin að vera? Hv. þingmaður hlýtur að hafa einhverjar greiningar á bak við það ef hann telur þetta of hátt.

Að lokum: Er hv. þingmaður á móti því að færðar verði á Orkustofnun auknar skyldur á sviði neytendaverndar og eftirlits með smásölu- og heildsölumarkaði?