149. löggjafarþing — 131. fundur,  29. ág. 2019.

raforkulög og Orkustofnun.

782. mál
[11:01]
Horfa

Frsm. minni hluta atvinnuvn. (Ólafur Ísleifsson) (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég verð að viðurkenna að ég hef engin gögn í höndunum til að leggja mat á þessa spurningu hv. þingmanns. (KÓP: Nú?) (Gripið fram í: Ha?) Gæti ekki hugsast að koma mætti við hagræðingu í eftirlitsstarfsemi (Gripið fram í.) og eyða þessum halla með þeim hætti? Ef menn standa frammi fyrir vandamálum er ekki alltaf nóg að velta þeim yfir á neytendur eins og hugur hv. þingmanns virðist standa til.