149. löggjafarþing — 131. fundur,  29. ág. 2019.

raforkulög og Orkustofnun.

782. mál
[11:18]
Horfa

Frsm. minni hluta atvinnuvn. (Ólafur Ísleifsson) (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég get tekið undir margt í ræðu hv. þingmanns en ekki orðið valkvætt, a.m.k. ekki þegar að mér kemur. Ég lýsti eilitlum efasemdum um þjóðaratkvæðagreiðsluna sem var hér 2012 og ég vil skýra af hverju. Það var vegna þess að spurningin sem var lögð fyrir var einhvern veginn á þá leið hvort fólk vildi að frumvarp stjórnlagaráðs yrði lagt til grundvallar. Þetta er opið og ekki fyllilega ljóst orðalag. Ég hitti fólk — (JÞÓ: En stjórnarskráin …) já, hún er mjög mikilvæg. Ég hitti fólk sem hafði greitt atkvæði með jái, sem sagt goldið jáyrði sitt, annars vegar vegna þess að það vildi fylgja þessu frumvarpi og að það yrði hin nýja stjórnarskrá en aðrir lögðu hins vegar þá merkingu í spurninguna hvort þeir vildu hafa þetta frumvarp stjórnlagaráðs til hliðsjónar. (JÞÓ: En stjórnarskráin … orkupakkann.) Stjórnarskráin núna með þriðja orkupakkann? Mér heyrist að ég hafi ekki tíma af hálfu forseta (Forseti hringir.) til að vera hér lengur. (Gripið fram í.)