149. löggjafarþing — 131. fundur,  29. ág. 2019.

raforkulög og Orkustofnun.

782. mál
[11:43]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þingmaðurinn hefur algerlega misskilið spurninguna. Ég var ekkert að spyrja um forræði á línum eða einhverju slíku. Ég var að spyrja um það að ef við breytum löggjöfinni, við skulum hafa það þannig, með þessum hætti — þ.e. við gerum það samkvæmt okkar eigin ákvörðun, samkvæmt okkar eigin stefnu — erum við þá ekki að gera það sama og Belgía er að gera, að fylgja eigin stefnu en ekki stefnu Evrópusambandsins? Við ætlum að innleiða það hér að farið verði samkvæmt stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku. Eru engar líkur á því að sú stefna fari í bága við stefnu Evrópusambandsins um uppbyggingu flutningskerfis raforku?