149. löggjafarþing — 131. fundur,  29. ág. 2019.

raforkulög og Orkustofnun.

782. mál
[11:44]
Horfa

Frsm. meiri hluta atvinnuvn. (Njáll Trausti Friðbertsson) (S) (andsvar):

Herra forseti. Við erum að innleiða þetta mál á okkar forsendum, með okkar innleiðingarferli. Ég hef ekkert legið yfir þessu máli varðandi Belgana, en það mál, eins og ég skil það, er byggt á því að menn ganga inn í þetta samkomulag um ACER — 2009 er hún stofnuð og starfsemin í Slóveníu hefst 2011 — og það er sá hluti af því samkomulagi sem Belgarnir eru ekki að virða, það innleiðingarferli. Við erum með okkar innleiðingarferli sem er ekki með sama hætti lagt fram eins og gagnvart Belgíu. Þetta eru algerlega aðskilin mál, þessi tvö. Þetta er ekki sami hluturinn. Og það er ekki — (GBS: Er munur á innleiðingunni ? Erum við að innleiða rétt …?) Við erum að innleiða rétt. Við erum að gera þetta á okkar forsendum fyrir íslenska hagsmuni.