149. löggjafarþing — 131. fundur,  29. ág. 2019.

raforkulög og Orkustofnun.

782. mál
[12:47]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Forseti. Mig langar að ræða við hæstv. ráðherra um þessa fyrirvara sérstaklega. Hvað þýða þeir nákvæmlega og hvaða hald eða bit er í þeim?

Í þingsályktunartillögunni segir, með leyfi forseta: „Ekki verður ráðist í tengingu raforkukerfis landsins við raforkukerfi annars lands í gegnum sæstreng nema að undangengnu samþykki Alþingis.“

Hvað þýðir þetta samþykki? Þýðir það að Alþingi verði að álykta um það, þ.e. í formi þingsályktunartillögu? Mér þykir líklegra. Þýðir það að Alþingi verði að gera einhverjar lagabreytingar? Mér þykir það ólíklegra. En að lágmarki verði að samþykkja þingsályktunartillögu Alþingis. Til að samþykkja að af tengingu raforkukerfis landsins við raforkukerfi annars lands verði í gegnum sæstreng, eins og segir í þingsályktuninni, þurfi að koma til samþykki Alþingis. Þetta samþykki — er það þingsályktun? Ef það er þingsályktun sem verður að koma til er talið eðlilegt og nauðsynlegt, eins og segir í greinargerð, að tekinn sé af allur vafi um að Alþingi þurfi að koma að ákvörðunartöku um hvort í slíkt verkefni skuli ráðist, þ.e. sæstreng.

Ef aðkoma Alþingis að þessu máli og samþykki Alþingis, eins og segir í frumvarpstextanum, er þingsályktun þá er alveg ljóst að allur vafi er af því tekinn að Alþingi geti á endanum í krafti umræðu sinnar um þingsályktun, að þingmenn þá í minni hlutanum, ef þeir vilja stöðva þau áform, geta talað aftur og aftur í síðari umræðu um þingsályktunartillögu, þessar fimm mínútna ræður sem við höfum séð að geta skapað málþóf.

Þetta þarf að vera skýrt. Það sem segir í þingsályktunartillögunni, að það þurfi samþykki Alþingis, í hvaða formi er það samþykki? Er það í formi þingsályktunar?