149. löggjafarþing — 131. fundur,  29. ág. 2019.

raforkulög og Orkustofnun.

782. mál
[12:57]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Spurningin var skýr, hvort hún aðhylltist þá hugmyndafræði sem hefur komið fram um að þjóðin fengi að eiga síðasta orðið um lagningu sæstrengs. Þó svo að sæstrengur sé ekki komin á dagskrá erum við að fjalla um breytingar á flutningskerfi raforku í þingsályktunartillögu nr. 26/148 þar sem segir, með leyfi forseta:

„Ekki verður ráðist í tengingu raforkukerfis landsins við raforkukerfi annars lands í gegnum sæstreng nema að undangengnu samþykki Alþingis.“

Þá er spurningin hvort það mætti í stað þess að vera „nema að undangengnu samþykki Alþingis“ hafa „nema að undangengnu samþykki þjóðarinnar“. Treystir hæstv. ráðherra, ef og þegar að því kemur, þjóðinni til þess að eiga síðasta orðið um lagningu sæstrengs?