149. löggjafarþing — 131. fundur,  29. ág. 2019.

raforkulög og Orkustofnun.

782. mál
[13:04]
Horfa

ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (andsvar):

Mér finnst kjarni málsins vera þessi: Fyrsti, annar og þriðji orkupakkinn snúast ekki um miðstýringu orkumála frá ESB. Það er grundvallaratriði. Þeir snúast ekki um miðstýringu frá ESB. Markmiðið er sameiginlegur markaður. Hann snýst ekki um miðstýringu.

Sjálfsákvörðunarréttur aðildarríkjanna er undirstrikaður í sáttmála um starfshætti ESB og það breytist ekkert með næsta pakka. Það er í rauninni alveg sama hvernig skilgreiningin á óþarfa hindrun er, það breytir ekki því grundvallaratriði að sjálfsákvörðunarrétturinn er okkar og markmið þessara pakka er ekki miðstýring orkumála frá ESB. Sama hvernig túlkunin er á „að óþörfu“ hefur það engin (Forseti hringir.) áhrif á það hvort við þurfum að leggja sæstreng eða ekki.