149. löggjafarþing — 131. fundur,  29. ág. 2019.

raforkulög og Orkustofnun.

782. mál
[13:50]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Síðan kemur einmitt fjórði orkupakkinn og fimmti o.s.frv. Það eru alls konar hættur sem menn sjá að standi fyrir dyrum í framtíðinni. Það sem er í boði fyrir lok þessa kjörtímabils og er í stjórnarsáttmálanum og m.a. í starfshópnum sem hv. þm. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson situr í er að setja varnir. Ef þær væru til staðar værum við ekki í vandræðum með þriðja orkupakkann varðandi þær áhættur sem margir sjá. Okkur gefst tækifæri til þess á þessu kjörtímabili að festa inn í stjórnarskrá lýðræðislegan rétt landsmanna til að kalla mál til sín, ef 10% skrifa undir. Í dag hafa um 6%–7% skrifað undir það að setja þriðja orkupakkann í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það hefði verið hægt. Er því ekki einsýnt að við festum þau fjögur atriði sem koma í veg fyrir svona í framtíðinni, um vernd á náttúrunni okkar, um að við eigum auðlindirnar okkar og ráðum hvernig við nýtum þær, um að þjóðin geti kallað mál til sín og ef það eigi að samþykkja einhvers konar (Forseti hringir.) fullveldisafsal fari þjóðin í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, eins og segir í frumvarpi stjórnlagaráðs? Þetta er í boði núna (Forseti hringir.) fyrir lok kjörtímabilsins. Styður hv. þingmaður það ekki?