149. löggjafarþing — 131. fundur,  29. ág. 2019.

raforkulög og Orkustofnun.

782. mál
[13:51]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég er sammála hv. þingmanni um þessi atriði. Ég treysti mér ekki til að fullyrða að við séum endilega sammála um útfærsluna á þeim öllum en ég er sammála um mikilvægi þess að stjórnarskrá veiti þjóðinni sem mestar varnir í þeim málum sem eru henni mikilvægust, vissulega. Ég er líka sammála því að ef búið væri að gera einhverjar frekari ráðstafanir gæti það til að mynda veitt ákveðnar varnir í þessu máli, sem eru ekki til staðar. Það er hins vegar áhyggjuefni að nú tala margir fyrir því að fara í hina áttina og afnema svokallað fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar. Því er ég alfarið mótfallinn. En varðandi meginmarkmiðin er ég sammála hv. þingmanni.