149. löggjafarþing — 131. fundur,  29. ág. 2019.

raforkulög og Orkustofnun.

782. mál
[14:40]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég er mikill íhaldsmaður í málefnum stjórnarskrárinnar, svo ég sé alveg heiðarlegur með það. Auðvitað lá mikil vinna og góður vilji að baki þeirri vinnu sem var unnin í tengslum við stjórnlagaráð á sínum tíma, fyrir rétt um tíu árum síðan. En ég er þeirrar skoðunar, eins og félagi minn hv. þm. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, orðaði það í morgun, að breytingar á stjórnarskrá eigi að vera mjög hægfljótandi, vel ígrundaðar og unnar í mikilli sátt. Plaggið sem kom út úr vinnu stjórnlagaráðs með, ef ég man rétt, 110 eða 120 stjórnarskrárgreinum … (Gripið fram í.) — Já, já, ég er að tala um í heildina. Ég hef ekki verið áhugasamur um að það verði megingrundvöllur þeirrar endurskoðunar.

En þær fjórar varnir sem hv. þingmaður kom inn á áðan (Forseti hringir.) — þetta var seinna andsvar. (Forseti hringir.) Við verðum að taka þetta á ganginum.