149. löggjafarþing — 131. fundur,  29. ág. 2019.

raforkulög og Orkustofnun.

782. mál
[14:47]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Í fyrsta lagi: Ég hef ekki sannfæringu fyrir því að núverandi umhverfi kalli á mikla eflingu Orkustofnunar hvað eftirlitshlutverk þeirrar stofnunar varðar. Í öðru lagi er það auðvitað leiðinlega hrokafullt hjá hv. þm. Kolbeini Óttarssyni Proppé að koma hingað upp og gera kröfu um að menn útskýri með hvaða hætti atkvæði falli á mánudaginn.

En til að klára svarið sem ég var byrjaður á áðan er það þannig að ég reikna með því að Ísland verði tengt á einhverjum tímapunkti. Í þeim efnum ættum við að leita allra mögulegra leiða til þess að það væri á okkar forsendum en ekki á þeim forsendum sem sameiginleg orkustefna Evrópusambandsins uppáleggur okkur á þeim tíma sem sú staða kemur upp.