149. löggjafarþing — 131. fundur,  29. ág. 2019.

raforkulög og Orkustofnun.

782. mál
[15:21]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Forseti. Ég var svolítið hræddur við þetta í upphafi. Ég er ekki eins hræddur við það núna. Ég sé að það eru enn langsótt hættuatriði til staðar eftir að vera búinn að fara djúpt ofan í þetta, en þau eru ekki mörg og víðtæk. Ég mun aftur á móti greiða atkvæði gegn orkupakkanum vegna þess að það er enn þá einhver vafi með stjórnarskrána, þó að Friðrik Árni Friðriksson Hirst og Stefán Már Stefánsson segi að hann sé ekki til staðar fyrr en orkstrengur er heimilaður og tvö af þessum málum segja að það verði að vera samþykkt á Alþingi að strengurinn sé heimilaður sem þýðir aftur að málþófsvarnir eru til staðar ef menn ætla að fara að leggja sæstrenginn. Þá kemur einmitt að því að það er ekki fyrr en sæstrengur verður lagður að sú hætta raungerist sem menn sjá, að það verði virkjað meira.

En nú höfum við til loka kjörtímabilsins tækifæri í starfshópi forsætisráðherra sem grundvallast á allri stjórnarskrárvinnu sem hefur verið þar á undan og grundvallast sérstaklega á frumvarpi stjórnlagaráðs sem var ákveðið af þjóðinni í þjóðaratkvæðagreiðslu að ný stjórnarskrá skyldi grundvallast á. Það er ekki verið að taka það allt saman, en spurning hvort þetta sé heildarendurskoðun. Menn eru tiltölulega mikið ósammála um það. En það er verið að taka nokkur ákvæði, verið að taka fjögur ákvæði sem snerta þennan orkupakka eða alla vega þá hræðslu sem fólk hefur yfir orkupakkanum, sem er m.a. náttúruverndin. Það á að festa hana í stjórnarskrá og ef hún er fest í stjórnarskrá og nýting náttúruauðlindanna, m.a. virkjunarréttindi, þau eru nefnd, ef þau eru fest í stjórnarskrá, öll þau virkjunarréttindi og náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu í dag, sem er gríðarlega stór hluti af af náttúruauðlindum Íslands í fallvatni og slíku — þá myndi ekki mega einkavæða. Þá má ekki einkavæða. Það er það sem er í boði, sama hvað menn eru ósáttir við frumvarp stjórnlagaráðs. Þarna er bara verið að taka mjög skynsamlegt ákvæði og það er í vinnslu núna og það er í stjórnarsáttmálanum. Það er boði að gera það núna.

Hefur þingmaður hug á að kynna sér þetta mál (Forseti hringir.) og taka málefnalega afstöðu til þess einstaka atriðis í ljósi umhverfisverndar og fara vel með það?