149. löggjafarþing — 131. fundur,  29. ág. 2019.

raforkulög og Orkustofnun.

782. mál
[18:54]
Horfa

Silja Dögg Gunnarsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir afar greinargóða ræðu og hvatningu til landsmanna til að lesa bara einmitt sjálfir frumvörpin. Ég held að ef fleiri gerðu það væri þessi ótti ekki endilega til staðar.

Ein örstutt spurning, og ég mun ekki fara í annað andsvar, til hv. þm. Helga Hrafns Gunnarssonar: Rakst þingmaðurinn einhvers staðar í þessum textum sem hann hefur lesið á orðið „landsreglari“ og að slíkur aðili hefði sérstakt hlutverk hér á landi þegar og ef við innleiðum þessar tilskipanir og setjum þessi lög?