149. löggjafarþing — 132. fundur,  2. sept. 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[10:44]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við afgreiðum hér og nú og loksins þingsályktunartillögu um svokallaðan þriðja orkupakkann sem valdið hefur miklum og langdregnum sviptingum í störfum Alþingis. Við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði tökum vandað mið af haldbærum fyrirvörum, rannsóknum, eigin rannsóknum meira að segja, sérfræðiálitum og umræðu. Við teljum í stystu máli að eftir sem áður verði fyrir hendi fullt forræði yfir raforkuauðlindum landsins og nýtingu þeirra og þess vegna greiði ég og við hin í VG atkvæði með samþykkt þessarar þingsályktunartillögu í góðri samstöðu með öðrum þingmönnum sem það gera.