149. löggjafarþing — 132. fundur,  2. sept. 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[10:58]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Mig langar að grípa þennan bolta á lofti því að nú er tækifærið. Allir flokkar eru að vinna saman, undir forystu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, að endurskoðun stjórnarskrár. Ef það er raunverulegur lýðræðisvilji Miðflokksins og hv. þingmanns sem ræddi það mál hér að þjóðin geti kallað mál til sín þá er sá möguleiki í nýju stjórnarskránni. Þar er einnig ákvæði um framsal ríkisvalds og það er hægt að klára það. Það er í stjórnarsáttmálanum og það er hægt að klára það fyrir lok þessa kjörtímabils sem og að þjóðin geti kallað mál til sín ef 10% kjósenda velja svo. Ef raunverulegur lýðræðisvilji er til staðar þá er það í boði.