149. löggjafarþing — 132. fundur,  2. sept. 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[11:02]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Þá er stóra stundin runnin upp. Við höfum séð úti í samfélaginu hvernig þjóðin hefur vaknað í sumar, í umræðunni, að sérfræðingar og fólk almennt er uggandi þvert á flokkapólitíkina og eðlilega. Höfð hafa verið stór orð á báða bóga og úti um allt. Staðreyndin er aðeins þessi, sem við höfum alltaf talað um í Flokki fólksins og ég hef alltaf bent á: Hvert er hið eiginlega markmið með innleiðingu þessara orkupakka? Er það þangað sem við viljum fara, inn á sameiginlegan innri markað Evrópu? Ég segi nei.