149. löggjafarþing — 132. fundur,  2. sept. 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[11:09]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M):

Hæstv. forseti. Með orkupakka eitt og tvö á sínum tíma var lagt af stað í óvissuferð með okkur Íslendinga og yfirráð okkar yfir orkuauðlindum landsins okkar fagra byrjuðu þá að skerðast. Nú erum við í þeirri óvissuferð stödd á viðkomustað er nefnist orkupakki þrjú. Ég er þeirrar skoðunar að tíminn til að spyrna við fótum sé núna. Við megum ekki innleiða samning sem skaðað gæti hagsmuni okkar. Það er fullyrt að án sæstrengs höfum við ekkert að óttast en það er líklegt að ef orkufyrirtæki myndi kæra samkeppnisforskot Landsvirkjunar til ACER yrði niðurstaðan sú að Landsvirkjun, sem nýtur yfirburða á markaði, yrði að skipta sér upp. Þetta er raunveruleikinn og við því verðum við að sporna.

Ég segi nei við orkupakka þrjú með öllum hans plástrum, beltum og axlaböndum.