149. löggjafarþing — 132. fundur,  2. sept. 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[11:12]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M):

Herra forseti. Í Sóleyjarkvæði segir Jóhannes úr Kötlum m.a., með leyfi forseta:

Hermdu mér Þjóðunn Þjóðansdóttir

vísust af völum:

ætlarðu að lifa alla tíð

ambátt í feigðarsölum

á blóðkrónum einum

og betlidölum?

Þjóðin hefur, meiri hluti hennar, svarað þessari spurningu neitandi. Ég segi líka nei við því að Ísland verði ambátt í feigðarsölum.

Ég segi nei við þriðja orkupakkanum og mun ekki styðja þau mál þrjú sem honum fylgja á Alþingi.