149. löggjafarþing — 132. fundur,  2. sept. 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[11:21]
Horfa

utanríkisráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S):

Virðulegi forseti. Það skiptir ekki máli hversu oft sumir segja að það eigi eftir að svara ákveðnum spurningum. Þeim hefur verið svarað. Spurningunni sem hefur hins vegar ekki verið svarað og ætti að svara er einfaldlega af hverju forystumenn Miðflokksins sem undirbyggðu þetta mál, lögðu til við þingið að það yrði samþykkt án nokkurra fyrirvara, skiptu um skoðun og gengu fram eins og þeir hafa gert. Það er spurningin sem við hljótum að vilja fá svar við.

Virðulegur forseti. Ef menn vilja taka línu frá norska Miðflokknum, sem er á móti EES-samningnum og er búinn að vera mjög lengi, gera menn það. Þá gera menn það en ekki segja að það sé gert fyrir Ísland því að það er ekki gert fyrir Ísland og það er ekki gert fyrir íslenska hagsmuni.

Ég segi já vegna þess að það eru hagsmunir Íslands að segja já.