149. löggjafarþing — 132. fundur,  2. sept. 2019.

breyting á þingsályktun nr. 26/148, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

791. mál
[12:04]
Horfa

ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það er auðvitað ekki hægt sitja undir slíkum rangfærslum, að þetta sé eins og hver önnur þingsályktun sem síðan einhvern veginn falli úr gildi og það skipti máli hver vilji næstu ríkisstjórnar er. Hv. þingmaður veit betur en svo. Með þessum breytingum kemur fram í raforkulögum að það þurfi að fara eftir þingsályktun, þannig að þetta er ekki eins og hefðbundin þingsályktun. Það er ekki hægt að setja sæstrengsverkefni á kerfisáætlun án þess að þingið sé búið að samþykkja það með þingsályktun. Það væri brot á almennum lögum, ekki bara þingsályktun heldur almennum lögum. Það er grundvallarmunur á. Menn verða að gera þær kröfur til sjálfs sín að fara rétt með þegar þeir vita svo augljóslega betur. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)