150. löggjafarþing — 3. fundur,  12. sept. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[15:07]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið sem fól ekki í sér neina sérstaka spurningu. Ég þakka bara fyrir hvað við erum samstiga sem liðsheild í fjármálanefnd. Við höfum ærin verkefni fyrir höndum og ég hlakka til að takast á við þau krefjandi og miklu verkefni sem skipta okkur öll miklu máli. Þannig að ég segi bara: Áfram fjárlaganefnd. Við skulum halda áfram að standa okkur hér eftir sem hingað til.