150. löggjafarþing — 3. fundur,  12. sept. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[16:32]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Já, hvar á að bera niður til að minnka báknið? Til dæmis í forsætisráðuneytinu. Þar hefur orðið gífurleg fjölgun starfsmanna bara síðustu tvö árin, gífurleg fjölgun, það er hægt að athuga það, það er hægt að skoða tölur um það. Það er mín uppástunga, að byrja þar, að byrja bara efst, á forsætisráðuneytinu. Hvaða stofnanir eiga að fara út á land? Ráðuneytin. Það á að flytja eitt ef ekki tvö ráðuneyti úti á land, t.d. til Akureyrar. Umhverfisráðuneytið t.d. Það væri góð byrjun. Þetta er uppástunga.

Ég er búinn að svara hv. þingmanni (BjG: Nei.) um þessa spurningu. Flytja ráðuneyti út á land, það væri gott fyrsta skref og hugrakkt skref.

Hún nefndi heilbrigðiskerfið. Ég var að lesa það fyrir nokkrum dögum að Landspítalinn væri hátt í 5 milljarða yfir á fjárlögum. Er þetta agi? (BjG: …skera niður.) Er þetta festa? Ég er að tala um stjórnun, ég er ekki að tala um að skera niður. (Gripið fram í.) Ef menn hafa svo og svo mikinn pening til að ráðstafa (Gripið fram í.) þá eiga þeir að standast fjárlögin. Ég er að tala um aga og festu í stjórn stofnana ríkissjóðs. Það eruð þið ekki að gera. (BjG: Svaraðu spurningunni.) Ég er búinn að svara spurningunni. (BjG: Nei. Hvar á að skera niður í bákninu?)