150. löggjafarþing — 4. fundur,  13. sept. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[19:36]
Horfa

félags- og barnamálaráðherra (Ásmundur Einar Daðason) (F):

Virðulegur forseti. Heildarumsjón jafnréttismála fluttist frá félagsmálaráðuneytinu um síðustu áramót en engu að síður leggur ríkisstjórnin mikla áherslu á jafnréttismál. Undirbúningsvinna og grunnvinna er í aðdraganda fjárlagafrumvarpsins unnin í teymum í félagsmálaráðuneytinu sem vinna með öðrum ráðuneytum, og með fjármálaráðuneytinu, þegar kemur að jafnréttismálum. Það er alltaf verið að rýna þetta. Ríkisstjórnin í heild sinni, ekki bara félagsmálaráðuneytið, leggur ríka áherslu á jafnréttismál eins og víða hefur komið fram og ég fagna líka áhuga hv. þingmanns á jafnréttismálum. Ég hygg að miðað við almennar umræður sé hún eini þingmaðurinn í sínum flokki sem hefur einhvern áhuga á þessum málaflokki, og það er vel. Maður hefur ekki skynjað það hjá öðrum þingmönnum flokksins, hvorki í opinberri umræðu né í tengslum við umræðu hér í þingsal.

Við erum að vinna að þeim málum alla daga. Þau mál eru unnin í samstarfi við önnur ráðuneyti í aðdraganda fjárlagafrumvarps og við munum gera það áfram, enda skiptir það gríðarlega miklu máli.