150. löggjafarþing — 5. fundur,  16. sept. 2019.

málefni lögreglunnar.

[15:19]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf):

Forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir þetta svar. Hún talar um að ekkert hafi komið fram sem bendi til víðtækrar spillingar innan lögreglunnar. En því miður hefur það komið fram, í máli ríkislögreglustjórans sjálfs, að víðtæk spilling þrífist innan lögreglunnar og þau orð eru á prenti og þau orð standa þá sem slík. Maður hlýtur að spyrja hvort eitthvað hafi farið á milli hæstv. ráðherra og ríkislögreglustjóra um þessa spillingu, hvort hann hafi upplýst ráðherra eitthvað frekar um það hvers konar spillingu sé um að ræða og hvernig eigi að taka á henni.

En hafi verið um fleipur að ræða hlýtur maður að spyrja: Nýtur ríkislögreglustjóri trausts ráðherrans?