150. löggjafarþing — 5. fundur,  16. sept. 2019.

kostir og gallar aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.

91. mál
[15:42]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Sem 1. flutningsmaður þessa máls vil ég nota tækifærið til að árétta að þessi skýrslubeiðni er endurflutt öðru sinni með það að markmiði að halda málinu í réttum þinglegum farvegi. Skýrslubeiðnin var samþykkt 10. apríl í fyrra og aftur 9. október. Utanríkisráðherra skipaði starfshóp 30. ágúst sama ár til að vinna skýrsluna. Skýrslubeiðnin er gerð að norskri fyrirmynd en þar í landi var gerð ítarleg og vönduð skýrsla í tilefni af því að 20 ár voru liðin frá gildistöku EES-samningsins. Það er vel við hæfi að gera ítarlega og vandaða úttekt á aðild Íslands að samningnum þegar 25 ár eru liðin frá gildistöku hans. Ég geri mér vonir um að skýrslan verði góður grundvöllur að umræðum og stefnumörkun á því mikilvæga sviði sem aðild okkar að Evrópska efnahagssvæðinu er.