150. löggjafarþing — 6. fundur,  17. sept. 2019.

kynningarfundur í ráðuneyti á þingfundartíma.

[13:33]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég tek heils hugar undir þetta. Ég var búinn að skrá mig á þessa kynningu hjá samgönguráðherra en þar sem ég ætlaði líka að vera í þingsal sé ég fram á það að ég geti ekki verið á tveimur stöðum í einu. Ég mun því ekki mæta til samgönguráðherra og mér fannst alveg fáránlegt þegar ég sá að þetta var sett á nákvæmlega þennan tíma. Ég spyr: Var það tilviljun eða hvað? Ríkisstjórnin hlýtur að hafa vitað af því að verið væri að ræða þau mál í dag og ætti þar af leiðandi ekki að setja á sama tíma kynningu á því mikilvæga máli sem er umferðaröngþveiti á Reykjavíkursvæðinu.