150. löggjafarþing — 6. fundur,  17. sept. 2019.

kynningarfundur í ráðuneyti á þingfundartíma.

[13:34]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M):

Forseti. Ég tek undir með hv. þm. Þorsteini Víglundssyni að það er mjög óeðlilegt að boða alla þingmenn höfuðborgarsvæðisins á fund kl. 15 í dag á sama tíma og hér stendur yfir þingfundur og ræða á skattstefnu ríkisstjórnarinnar eins og hv. þingmaður benti réttilega á.

Það er tvennt í stöðunni að mínu mati, annaðhvort að fresta þeim fundi sem samgönguráðherra hefur boðað til, því að auðvitað vilja þingmenn höfuðborgarsvæðinu sækja þann fund, eða gera hlé á þingfundum meðan sá fundur fer fram. Það er ekkert annað í stöðunni. Það er óeðlilegt að gera þetta með þessum hætti, virðulegi forseti.