150. löggjafarþing — 6. fundur,  17. sept. 2019.

kynningarfundur í ráðuneyti á þingfundartíma.

[13:36]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti mælist til þess að skattamálin verði rædd þegar þau eru á dagskrá hér á eftir. (ÞKG: Af hverju er ekki færi á að ræða þau?) Það fellur tæplega undir fundarstjórn forseta að fara út í efnislega umræðu um skatta. (ÞKG: Ég vil fá það skriflegt …) Forseti stendur ekki orðaskiptum við þingmenn. Forseti segir það sem hann vill segja og þingmenn hlusta. (ÞKG: Það er málfrelsi í þinginu.)