150. löggjafarþing — 6. fundur,  17. sept. 2019.

kynningarfundur í ráðuneyti á þingfundartíma.

[13:40]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Hafi forseti tekið rétt eftir er verið að boða alla þingmenn höfuðborgarsvæðisins á fund, (Gripið fram í.) sem sagt beggja Reykjavíkurkjördæmanna og Suðvesturkjördæmi. (Gripið fram í.) Það er drjúgur helmingur þingmanna og það gengur auðvitað ekki að slíkt fundarhald eigi sér stað (Gripið fram í: 35.) þannig að ég mun senda skilaboð og óska eftir því að (HVH: … samgöngunefndar að auki.) þessi fundur verði fluttur.