150. löggjafarþing — 6. fundur,  17. sept. 2019.

kynningarfundur í ráðuneyti á þingfundartíma.

[13:40]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Það er út af fyrir sig tilefni til að gera athugasemd við það af hverju öllum þingmönnum er ekki boðið á þennan fund. Hér er um að ræða höfuðborg landsins þar sem 80% landsmanna búa og þetta snýst auðvitað ekki um bara hagsmuni höfuðborgarbúa, það snýst um hagsmuni okkar allra á landinu, að hér séu umferðarmál í góðu lagi.

Ég tek undir með hv. þm. Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, mér fannst ekkert óeðlilegt að hún færi aðeins í efni þess sem á að ræða vegna þess að það vill nefnilega svo til að ræða á skattamál á tveim vígstöðvum, annars vegar gjöld á umferð og hins vegar almennar skattahækkanir hér. Ég er þakklátur hæstv. forseta fyrir að ætla að gera athugasemdir við þetta, en ef hann væri sniðugur tæki hann undir með hv. þm. Gunnari Braga Sveinssyni og frestaði fundi þangað til að þessi umferðarfundur er búinn.