150. löggjafarþing — 6. fundur,  17. sept. 2019.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2020.

2. mál
[14:47]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það sem við viljum fyrst og fremst gera er að standa við afkomumarkmið. Við horfum til heildartekjuliðarins og heildargjaldaliðarins, við birtum og ræðum undirliggjandi forsendur. Það er hárrétt ábending hjá hv. þingmanni að slík gjaldtaka — tekjuaflandi gjaldtaka, eins og gjaldtaka almennt er — var undirliggjandi forsenda. Það má segja að það felist í því ákveðin yfirlýsing að koma ekki með tillögu að slíkri gjaldtöku við framlagningu frumvarpsins en úrslitastund varðandi þessar undirliggjandi forsendur verður í raun fyrst þegar við fáum nýja þjóðhagsspá og uppreiknum tekju- og gjaldahliðina. Þá munum við þurfa að meta: Erum við í þörf fyrir að gera frekari ráðstafanir og erum við í aðstöðu til þess að fylgja eftir þessum undirliggjandi forsendum? (Forseti hringir.) Í augnablikinu gerum við ekki ráð fyrir því að slík gjaldtaka verði innleidd.