breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2020.
Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir þessi svör en það segir sig sjálft að þarna eru að koma inn ný gjöld sem hljóta að hafa áhrif. En það er annað í þessu sem ég rak augun í og það er í sambandi við að gert er ráð fyrir að frítekjumark verði óbreytt. Ef frítekjumark á ekki að hækka samkvæmt vísitölu, 2,5%, erum við að tala um 2.500 kall sem er þá hækkun á þá sem eru að vinna og eru um 30.000 kr. á ársgrundvelli. Hvernig í ósköpunum getur þetta þá verið sanngjarnt? Ef þetta er eðlilegt, af hverju er þetta það eina sem tekið er út úr? Mér finnst líka furðulegt að bent sé á að að óbreyttu ákvæði hefðu útgjöldin lækkað um milljarð á árinu, þ.e. ef þetta væri ekki inni. (Forseti hringir.) Þetta á að vera inni, þetta er gert til að reyna að hvetja öryrkja til vinnu.